Mannakorn - í Gegnum tíðina (1977)
Manage episode 458103839 series 1315174
Content provided by RÚV. All podcast content including episodes, graphics, and podcast descriptions are uploaded and provided directly by RÚV or their podcast platform partner. If you believe someone is using your copyrighted work without your permission, you can follow the process outlined here https://ro.player.fm/legal.
Í þessu síðasta Rokklandi ársins ætlum við að endurflytja þátt frá árinu 2019 þar sem gestirnir eru þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson, Mannakorn, í tilefni af því að Magnús hlaut á dögunum fyrstur manna, þakkarorðu íslenskrar tónlistar. Magnús hlaut viðurkenninguna á degi íslenskrar tónlistar (1. desember sl) á tónleikum sem voru haldnir honum til heiðurs og voru sýndir í Sjónvarpinu núna um jólin. Plötur Mannakorna eru níu talsins og sú síðasta kom út fyrir áratug og heitir Í núinu. En 1977 kom önnur plata Mannakorna út, platan Í gegnum tíðina sem hefur að geyma perlur eins og Garún, Sölvi Helgason, Braggablús, Göngum yfir brúna og Gamli góði vinur. Þeir Mannakorns foringjar Magnús og Pálmi komu í heimsókn í Rokkland árið 2019 til að hlusta með okkur á alla plötuna og segja okkur frá og við endurtökum þennan þatt í dag.
…
continue reading
136 episoade